orkuskiptin eru spennandi og hagkvæm

Hleðsluvaktin var stofnuð árið 2019 til þess að gera íbúum fjölbýla kleift að hlaða bílinn heima á hagkvæmari hátt.
HLEÐSLULAUSN FYRIR FJÖLBÝLI

Hleðsluvaktin var stofnuð í Grindavík undir lok 2019 en vegna komu Covid-19 til landsins í byrjun 2020 urðu miklar tafir á verkefninu. Fyrsta hleðslukerfið frá okkur var sett upp snemma 2021 en við leggjum áherslu á hleðslulausnir sem færa húsfélögum hagkvæmari hleðslukerfi og íbúum hagkvæmari hleðslu.

HLEÐSLUKERFI OG VEFÞJÓNUSTA

Okkar hleðslukerfi eru veflæg og samanstanda af raflögnum (hleðsluinnviðir) og snjöllum hleðslustöðvum sem álagsstýra og sundurliða hleðslunotkun. Við notum hleðslukerfið sem vefþjónustu við íbúa til að vakta hleðslustöðvar og veita aðstoð í gegnum síma og net.

UPPSETNING OG VIÐHALD

Við önnumst uppsetningu á okkar hleðslukerfum/innviðum fyrir húsfélög. Við sjáum einnig um að setja upp hleðslustöðvar eftir pöntunum frá húsfélagi og/eða íbúum. Við önnumst uppsetningar á hleðslustöðvum og allt tæknilegt viðhald til að einfalda málin fyrir okkar viðskiptavini.

SÝN, STEFNA OG MARKMIÐ

Okkar SÝN er að orkuskiptin séu spennandi og færi fólki aukna hagkvæmni í sínum samgöngum.
Okkar STEFNA er að bjóða áreiðanlegt hleðslukerfi fyrir íbúa fjölbýla og frelsi í raforkukaupum fyrir húsfélög.
Okkar MARKMIÐ eru að sérhæfa okkur í hleðslulausnum fyrir fjölbýli og þjónusta yfir 500 fjölbýli fyrir lok 2030.

Fara efst