Gleðilega hinsegin daga 2023. Við stöndum með mannréttindum, ást og kærleika.


Fyrir heimilið

Með hleðsluleigu þarft þú ekki að leggja út fyrir hleðslustöð fyrir heimilið og/eða sumarhúsið heldur borgar þú þægilegar mánaðargreiðslur.

Við sjáum um að koma hleðslustöðinni upp fyrir þig og þú nýtur þess að hlaða á öruggan hátt með allt að 22 kW hleðslu.

Fyrir fjölbýlið

Hleðsluleigan er sérlega hentug fyrir íbúa í fjölbýlum þar sem leigan er óháð því hvaðan rafmagnið er keypt, hleðslustöðin er læsanleg og ekkert mál að skipta um greiðanda ef íbúðin er seld.

Hleðslustöðin er með sjálfvirka og dýnamíska álagsdreifingu hvort sem hún er tengd við grunnkerfið okkar eða sérstaklega fyrir þína íbúð.

Fyrir fyrirtæki

Með hleðsluleigu getur þú boðið uppá hleðsluþjónustu á þínu bílastæði án þess að binda fé í hleðslustöðvum.

Með okkar hleðsluleigu getur þú selt hleðsluna gegn stillanlegu gjaldi sem millifærist óskipt beint til þín.

Okkar hleðsluleiga inniheldur dýnamíska álagsdreifingu og er óháð því hvaðan þú kaupir rafmagnið en þú getur skipt um orkusala þegar þér hentar.


Fáðu tilboð í hleðsluleigu

Innleiddu þína hleðsluþjónustu

Ef þig vantar eina eða fleiri hleðslustöðvar jafnvel raflögn og uppsetningu á þeim líka, hvort sem er á heimilið eða í fyrirtækið, máttu endilega senda okkur stutta lýsingu á þínum aðstæðum og við verðum í sambandi við fyrsta tækifæri.