Engar vörur í körfunni
Hleðsluvaktin ehf., kt. 691119-1650 rekur leiguþjónustu á hleðslustöðvum (Hleðsluleiga) til hleðslu bifreiða og eru skilmálar leigunnar eftirfarandi:
Samþykki á leigu hleðslustöðvar
Með pöntun, uppsetningu og/eða notkun á hleðslustöð í leigu frá Hleðsluvaktinni hefur viðkomandi samþykkt að leigja hleðslustöðina.
Samningstími á leigu hleðslustöðvar
Leiga af hleðslustöð skal vera með eins mánaðar (dagatalsmánuð) uppsagnarfrest, t.d. leigu sagt upp í janúar þá er febrúar gjaldfærður.
Fyrsti leigumánuður skal vera frá afhendingu hleðslustöðvar.
Afhending og meðferð á hleðslustöð
Hleðslustöð skal teljast afhent þegar hún er uppsett og tilbúin til notkunar.
Leigjandi skal vera ábyrgur fyrir góðri meðferð á hleðslustöðinni þannig að hún hljóti ekki varanlega skemmd.
Gjald og greiðslur fyrir leigu hleðslustöðvar
Leigugreiðsla fyrir hleðslustöð skal vera mánaðarleg.
Upphæð leigugjalds skal vera samkvæmt pöntun á viðkomandi hleðslustöð.
Uppsögn og skil á hleðslustöð
Uppsögn á hleðslustöð skal berast Hleðsluvaktinni með tölvupósti á netfangið info@hledsluvaktin.is
Skil á hleðslustöð skal miðast við uppsagnarfrest.
Leigjandi skal skila hleðslustöð með fulla virkni og með óskemmt útlit.
Hleðsluvaktin skráir ástand hleðslustöðvar við skil og skal eiga rétt á að sækja bætur hjá leigutaka fyrir skemmda hleðslustöð.
Hleðsluvaktinni er heimilt að rifta leigusamningi án fyrirvara og fjarlægja hleðslustöðina á kostnað leigutaka ef vart verður um óæskilega notkun eða meðferð á hleðslustöðinni.
Ágreiningur
Samningsaðilar eru sammála um að reyna af fremsta megni að leysa öll ágreiningsmál utan dómsmála.
Ef ágreiningur verður ekki leystur með sameiginlegri niðurstöðu má reka málið fyrir Héraðsdómi Reykjaness.