Hafðu samband 513 1900


Hagkvæm hleðslulausn fyrir húsfélagið

Við gerum raflögnina hagkvæmari fyrir húsfélagið þar sem lögskyldur varbúnaður er innbyggður í okkar hleðslustöðvar og álagsdreifingin tekur lítið pláss í rafmagnstöflunni óháð fjölda rafbíla í hleðslu.

Við aðstoðum einnig húsfélög við að fá styrk fyrir uppsetningu á hleðslubúnaði fyrir rafbíla.

Um hleðslu rafbíla í fjölbýli - Veitur

Hleðsluþjónusta við íbúa

Með hleðslustöð frá okkur fær hver íbúi aðgang að sínu eigin netskjáborði og símaappi til að skoða og hafa yfirlit yfir sínar hleðslur.

Þjónustugjald til íbúa er aðeins 690 kr. á mánuði og innifalið er aðstoð við hleðslustöðina í gegnum okkar þjónustuver í síma 513 1919.

Við gerum íbúum kleift að hlaða sinn rafbíl hvenær sem þeim hentar og áhyggjulaust með okkar sjálfvirku álagsdreifingu.

Gerðu stöðina að þinni stöð

Við bjóðum uppá sérmerkingar á okkar hleðslustöðvum til að gera hana að þinni eigin hleðslustöð.

Við bjóðum uppá mikið úrval af merkingum og skrauti til að einkenna þína hleðslustöð eftir þínu höfði.


Tengdu hleðslustöðina við þitt rafmagn

Við gerum þér kleift að tengja hleðslustöðina beint við þitt rafmagn og borga ekkert þjónustugjald.

Þar sem það er innbyggt lekaliðasjálfvar í okkar hleðslustöðvum og álagsdreifing fylgir hverri heimahleðslustöð þá er hægt að tengjast beint við þitt rafmagn í fjölbýlinu án þess að breyta rafmagnstöflunni mikið eða skapa auka rafmagnsálag á heimtaug byggingarinnar.

Ef húsfélagið getur leyfi getum við leyst málið með þér.


Húsfélagaþjónustur

Húsfélagaþjónustur geta tengt sína eigin greiðslumiðlun við okkar kerfi gegnum API tengingu eða notað okkar milliliðalausu greiðslumiðlun - sem þýðir að við tökum ekki krónu til okkar fyrir hleðslugjaldið!


Upplýsingatorg

Notaðu hleðslustöðina til að koma upplýsingum til íbúa og gesta, t.d. einkastæðamerkingu eða yfirlitsmynd af íbúðanúmerum fjölbýlisins.

Hafðu aukatekjur af auglýsingum frá nærliggjandi verslunum eða þjónustufyrirtækjum til að styrkja hússjóðinn.


Þjónustum allt landið

Hafðu engar áhyggjur af því hvar þú ert á landinu, við sjáum um uppsetninguna á Smappee hleðslustöðinni fyrir þig.

Við tökum aðeins 15.000 kr. fast gjald fyrir uppsetningu á Smappee hleðslustöð (hleðslustöð fest á tilbúnar stoðir, tengd og forrituð).

Við gefum tilboð í alla raflagnavinnu ef raflögn að hleðslustöð er ekki til staðar, í gegnum okkar netverk af löggiltum rafverktökum í kringum landið.


Fáðu tilboð í hleðsluþjónustu

Við sjáum um allt frá hönnun og raflögn fram að uppsetningu og þjónustu við íbúa.

Sendu okkur endilega skilaboð og höfum samband til að skoða málið með þér.