Sameiginlegt grunnkerfi, dýnamísk álagsdreifing, sjálfvirk greiðslumiðlun, öruggar hleðslustöðvar, góð þjónusta og frelsi í raforkukaupum er samvinna sem skilar framtíðarlausn fyrir alla.
Hleðsluvaktin leggur áherslu á framtíðarlausnir og býður því 4.980 kr. þak á þjónustugjaldið fyrir hvert húsfélag þegar 10 hleðslustöðvar hafa verið uppsettar.
Okkar innbyggða greiðslumiðlun er alveg sjálfvirk og hver íbúi getur valið um að nota símaapp og/eða hleðslukort til að auðkenna sig.
Húsfélagið setur hleðslugjaldið sem greiðist óskipt til húsfélagsins. Íbúar greiða aðeins 10% færslugjald fyrir hverja hleðslu.
Við leggjum ekkert verðálag á rafmagnsverðið og gerum engar kröfur um hvaðan rafmagnið er keypt.
Smappee hleðslustöðvarnar fyrir fjölbýli tengjast við hleðslukerfið og eru álagsstýrðar með dýnamískri álagsdreifingu.
Hver hleðslustöð gefur allt að 22 kW hleðslu, er með sjálfvirkar hugbúnaðaruppfærslur og innbyggt lekaliðavar til að tryggja öryggi fólks.
Hægt er að velja um stöð með tengi (Type 2) eða áföstum hleðslukapli (Type 2 eða Type 1) í mismunandi lengdum.
Sendu okkur endilega skilaboð og höfum samband til að skoða málið með þér.