Hafðu samband 513 1900


Samvinna er lykilatriði

Sameiginlegt grunnkerfi, dýnamísk álagsdreifing, sjálfvirk greiðslumiðlun, öruggar hleðslustöðvar, góð þjónusta og frelsi í raforkukaupum er samvinna sem skilar framtíðarlausn fyrir alla.

Hleðsluvaktin leggur áherslu á framtíðarlausnir og býður því 4.980 kr. þak á þjónustugjaldið fyrir hvert húsfélag þegar 10 hleðslustöðvar hafa verið uppsettar.

Sameiginlegt grunnkerfi

Grunnkerfið er raflögn sem lögð er um allt bílastæðahúsið/bílaplanið og tryggir öllum íbúum jafnt tækifæri til að koma sér upp eigin hleðslustöð þegar hverjum og einum íbúa hentar.

Dýnamísk álagsdreifing

Dýnamísk álagsdreifing er lifandi eftirlit með rafmagnsálagi til að stýra rafmagnsálagi á hleðslustöðvum og fyrirbyggja þannig að aukið rafmagnsálag skapi óþarfar áhættur.

Sjálfvirk greiðslumiðlun

Okkar innbyggða greiðslumiðlun er alveg sjálfvirk og hver íbúi getur valið um að nota símaapp og/eða hleðslukort til að auðkenna sig.

Húsfélagið setur hleðslugjaldið sem greiðist óskipt til húsfélagsins. Íbúar greiða aðeins 10% færslugjald fyrir hverja hleðslu.

Við leggjum ekkert verðálag á rafmagnsverðið og gerum engar kröfur um hvaðan rafmagnið er keypt.

Örugg hleðslustöð

Smappee hleðslustöðvarnar fyrir fjölbýli tengjast við hleðslukerfið og eru álagsstýrðar með dýnamískri álagsdreifingu.

Hver hleðslustöð gefur allt að 22 kW hleðslu, er með sjálfvirkar hugbúnaðaruppfærslur og innbyggt lekaliðavar til að tryggja öryggi fólks.

Hægt er að velja um stöð með tengi (Type 2) eða áföstum hleðslukapli (Type 2 eða Type 1) í mismunandi lengdum.


Húsfélagaþjónustur

Húsfélagaþjónustur geta tengt sína eigin greiðslumiðlun við okkar kerfi gegnum API tengingu eða notað okkar milliliðalausu greiðslumiðlun - sem þýðir að við tökum ekki krónu til okkar fyrir hleðslugjaldið!


Þjónustum allt landið

Hafðu engar áhyggjur af því hvar þú ert á landinu, við sjáum um uppsetninguna á þinni hleðsluaðstöðu frá A-Ö.

Við gefum tilboð í alla raflagnavinnu (grunnkerfi) ef raflögn að hleðslustöð er ekki til staðar, í gegnum okkar netverk af löggiltum rafverktökum í kringum landið.


Fáðu tilboð í hleðsluþjónustu

Við sjáum um allt frá hönnun og raflögn fram að uppsetningu og þjónustu við íbúa.

Sendu okkur endilega skilaboð og höfum samband til að skoða málið með þér.