VIÐ SJÁUM UM ALLT FERLIÐ
FYRIR HÚSFÉLAGIÐ.

Við hjálpum húsfélögum að koma upp hagkvæmri og öruggri hleðsluaðstöðu fyrir sína íbúa.
HEILDARLAUSN
FYRIR HÚSFÉLAGIÐ

Við sameinum öll skrefin við að koma upp hleðsluaðstöðu fyrir húsfélag í eina heildarlausn. Þetta þýðir að húsfélög geta látið okkur um hönnun, framkvæmd, álagsdreifingu og gjaldtöku á sínu hleðslukerfi óháð fjölda bílastæða.
Húsfélagið getur látið okkur sjá um hleðslumálin fyrir sig.

HEILDARLAUSN
FYRIR ÍBÚANA

Við komum upp hágæða hleðslustöð fyrir hvert bílastæði til að hlaða bílinn heima. Þetta þýðir að íbúar geta valið um að kaupa eða leigja hleðslustöðina og látið okkur um að setja hleðslustöðina upp og vera til staðar ef þörf er á aðstoð.
Ef íbúi vill valkosti í leigu og kaupum getum við hjálpað til.

HLEÐSLULEIGAN

VIÐ BJÓÐUM HÚSFÉLÖGUM
AÐ VELJA UM HLEÐSLUKERFI.

Við bjóðum húsfélögum að velja á milli tvenns konar hleðslukerfa þar sem allir íbúar nota þá sömu gerð af hleðslustöð úr völdu hleðslukerfi.
HLEÐSLUKERFIÐ
TELTONIKA

Teltonika eru stílhreinar hágæða hleðslustöðvar sem gefa allt að 22kW hleðslukraft í hvert bílastæði. Teltonika er fyrir húsfélög sem vilja einfalda og hagkvæma hleðsluaðstöðu sem prýði er af.

SKOÐA TELTONIKA
HLEÐSLUKERFIÐ
SMAPPEE

Smappee eru glæsilegar og margverðlaunaðar hleðslustöðvar sem gefa allt að 22kW hleðslukraft í hvert bílastæði. Smappee er fyrir húsfélög sem vilja hafa ásýnd hleðsluaðstöðunnar með sérkenndu yfirbragði.

SKOÐA SMAPPEE
Hvað fær húsfélagið með okkar

HLEÐSLUKERFI

Hleðsluinnviðir húsfélagsins
Hleðsluinnviðirnir eru mikilvægasti þáttur húsfélagsins til að koma upp hleðsluaðstöðu til framtíðar.
Hleðsluinnviðir eru grunnkerfið sem gerir íbúum kleift að tengja hleðslustöð við það hleðslukerfi sem húsfélagið velur. Grunnkerfið er raflögn varin með sér rafmagnsöryggi sem er lögð frá rafmagnstöflu í byggingunni og sett upp í bílageymsluna, eða lögð frá rafmagnsskáp á lóðinni með sér heimtaug út á bílaplan, til að tengjast við hleðslustöðvar.

Mikilvægt er að hleðsluinnviðirnir séu ávallt eign húsfélagsins til að geta skipt um hleðslukerfi eða þjónustuaðila ef þess sé óskað.
Hleðslustöðvar fyrir sér- og/eða sameignarstæði
Hleðslustöðvarnar frá okkur eru margverðlaunaðar og kraftmiklar með þriggja fasa hleðslugetu sem gefur allt að 22kW hleðslu (fer eftir bílnum).
Okkar hleðslustöðvar eru álagsstýrðar svo að margir geti hlaðið á sama tíma og með fasadreifingu til að hámarka afköst á hverjum fasa. Hægt er að nota hleðslustöðvarnar frá okkur fyrir bílastæði sem eru í sameign sem allir íbúar fá aðgengi að eða í sérstæði fyrir einkanot.

Hugbúnaðurinn í hleðslustöðvunum uppfærist sjálfkrafa í gegnum nettengingu og því verða hleðslustöðvarnar aldrei úreltar.
Dýnamísk álagsdreifing
Álagsdreifing á rafmagni til hleðslustöðva er dýnamísk þegar rafmagn til hleðslustöðva lækkar sjálfkrafa þegar heildar rafmagnsálag er nálægt útsláttar- og áhættumörkum á rafmagnsörygginu.

Þegar margir bílar hlaða á sama tíma lækkar álagsdreifingin hleðslukraftinn í hverri hleðslustöð miðað við stærðina á rafmagnsörygginu fyrir hleðslukerfið.

Hleðslukrafturinn eykst svo sjálfkrafa aftur þegar einn og einn bíll hættir að hlaða (fullhlaðinn) og þá eykst hleðslukrafturinn í öðrum hleðslustöðvum sem eru enn í notkun.
Sjálfvirk gjaldtaka
Greiðslumiðlun er gjaldtaka á notkun á hverri hleðslustöð sem rukkar sjálfvirkt hvern notanda mánaðarlega fyrir sínar hleðslur yfir liðinn mánuð.
Notendur auðkenna sig með hleðslukorti eða símaappi og þá er þeirra notkun skráð á þá sérstaklega. Hleðslustöðvar í sérstæðum geta verið opnar svo að ekki þurfi að auðkenna sig í hvert skipti.
Með okkar greiðslumiðlun fá notendur alltaf ódýra hleðslu þar sem húsfélagið getur alltaf valið sér hvaða raforkusala sem er án þess að missa kjörin.

VIÐ BJÓÐUM HÚSFÉLÖGUM
UPPÁ HEILDARLAUSNIR.

Við aðstoðum húsfélög við heildarlausn á hleðsluaðstöðu fyrir rafbíla hvort sem það eru sérstæði eða sameignarstæði eða hvoru tveggja.

HLEÐSLULAUSN FYRIR SÉRSTÆÐIN

Það er fátt eins þægilegt eins og að renna í bílastæðið sitt og hlaða heima!
01 HLEÐSLUINNVIÐIR

Við setjum upp alla hleðsluinnviði (grunnkerfi) í bílageymsluna til að gera öllum íbúum með sérstæði kleift að setja upp hleðslustöð. Húsfélagið eignast hleðsluinnviðina.

02 RAFLÖGN Í SÉRSTÆÐIÐ

Með uppsettum hleðsluinnviðum geta íbúar fengið raflögn frá grunnkerfinu lagða í sitt sérstæði til að tengja hleðslustöð í sitt sérstæði.

03 HLEÐSLUSTÖÐ

Þegar raflögn hefur verið lögð frá grunnkerfinu í sérstæðið geta íbúar valið um að kaupa eða leigja sína hleðslustöð.

HLEÐSLULAUSN FYRIR SAMEIGNARSTÆÐIN

Það er kostur að hafa hleðsluaðstöðu sem er læst fyrir íbúa svo að aðeins þeir geti hlaðið heima!
01 RAFLÖGN AÐ BÍLAPLANI

Við önnumst alla jarðvinnu og raflagnir að bílaplaninu sem er annað hvort lögð frá rafmagnstöflu í byggingunni eða frá nýjum rafmagnsskáp með nýrri heimtaug.

02 HLEÐSLUKERFI

Hleðslukerfið er lokað fyrir aðra en íbúa sem þurfa að auðkenna sig með hleðslukorti eða símaappi og greiðir hver fyrir sig í gegnum sjálfvirka gjaldtöku.

03 HLEÐSLUSTÖÐVAR

Fjöldi og staðsetning hleðslustöðva er uppsettur eftir þörfum húsfélagsins og það er oft hægt að bæta við hleðslustöðvum seinna til að stækka hleðsluaðstöðuna.

Fara efst