Hleðslustöðin er mikilvægur partur af orkuskiptunum og verður hluti af heimilinu þegar rafbílinn er tengdur við rafmagn hússins.
Hleðslustöðin verður áfram á húsinu þegar skipt er um rafbíl þannig að veldu glæsilega hleðslustöð sem prýðir heimilið og rafbílinn.
Skoða beturMiðlægt hleðslukerfi fyrir rafbíla er mikilvægur hluti af rafmagnsöryggi fjölbýla þar sem rafbílum fjölgar hratt hjá íbúum.
Hleðslukerfið þarf að tryggja álagsdreifingu rafmagns þegar margir hlaða í einu og sjá til þess að hver íbúi greiði fyrir sína hleðslu.
Með okkar hleðslulausnum fyrir fjölbýli verður þetta áreynslulaust og sjálfvirkt fyrir húsfélagið og íbúa.
Lausnir fyrir fjölbýliFull þjónusta við eigendur, leigjendur og notendur hleðslustöðva frá okkur.
Okkar hleðslustöðvar hlaða allar gerðir rafbíla allt frá 3,7 kW uppí 22 kW hleðslu á öruggan hátt.
Veldu okkar sjálfvirku greiðslumiðlun sem færir þér óskerta gjaldtöku eða tengdu þína eigin í gegnum API.
Okkar hleðslustöðvar eru viðhaldsfríar með högg- og veðurþolið hús, háa UV vörn og 3 ára ábyrgð.
Veldu hleðsluvöktun með Smappee hleðslustöðvum sem færa þér algjöra stjórn á gjaldtöku, innbyggða greiðslumiðlun og sjálfvirka álagsdreifingu.
Þú getur valið um að hafa vöktun á rafmagnsnotkun í byggingunni líka með sama appinu og netskjáborðinu.
Lausnir fyrir fyrirtækiVeldu öryggi með Smappee hleðslustöð sem vaktar heildarnotkun rafmagns og álagsstýrir hleðslunni þegar rafmagnspotturinn og rafmagnsofnarnir eru í notkun.
Notaðu rafmagnið frá sólarsellunum til að hlaða á ódýrari hátt.
Skoða betur