Hafðu samband 513 1900


Fagleg þjónusta og persónulegt viðmót

Við leggjum áherslu á að vera til staðar þegar þig og þínum viðskiptavinum vantar aðstoð við að hlaða. Við önnumst allt viðhald og stillingar á hleðslustöðinni fyrir þig og rekum gjaldfrjálst þjónustuver fyrir þá sem nota þínar hleðslustöðvar.Þjónustugjald

EKKERT þjónustugjald er á okkar heimahleðslustöðvum fyrir heimili og sumarhús.

Fyrir íbúa í fjölbýli tökum við mánaðarlegt 690 kr. þjónustugjald. Innifalið er aðgangur að eigin netskjáborði og símaappi, álagsdreifing á hleðslustöðinni og þjónusta í okkar þjónustuveri 513 1919

Fyrir fyrirtæki og stofnanir tökum við mánaðarlegt 890 kr. þjónustugjald án álagsdreifingar en 1.090 kr. þjónustugjald með álagsdreifingu af hverjum hleðsluútgangi (tengi eða áfastur kapall). Innifalið er full þjónusta og aðgangur að netskjáborði og símaappi.Uppsetning

Við sjáum um að tengja og stilla þína hleðslustöð þegar raflagnir eru tilbúnar.

Uppsetning telst festing á hleðslustöð á vegg eða uppsettar stoðir, tenging við rafmagn og internet ásamt stillingu á hugbúnaði.

Uppsetning nær ekki til raflagnavinnu sem þarf til að koma rafmagnstengingu að hleðslustöðinni sem við getum einnig annast fyrir þig.

Afhending

Hleðslustöðin er tilbúin til notkunar strax eftir uppsetningu og þegar stillingar hafa verið skráðar.

Kennsla og aðstoð við notkun á hugbúnaði og hleðslustöð fer fram í gegnum gjaldfrjálsa þjónustuverið okkar 513 1919.

Greiðslumiðlun

Innbyggð og milliliðalaus greiðslumiðlun fylgir öllum Smappee Business hleðslustöðvum en þær eru með innbyggða MID vottaða gjaldmæla.

Virkja þarf greiðslumiðlun milli þín og Smappee með samningi sem við sjáum um fyrir þig.

Gjald fyrir sjálfvirka greiðslumiðlun er aðeins 10% af hverju hleðslugjaldi.

Þjónustum allt landið

Hafðu engar áhyggjur af því hvar þú ert á landinu, við sjáum um uppsetninguna á Smappee hleðslustöðinni fyrir þig.

Við tökum aðeins 30.000 kr. fast gjald fyrir uppsetningu á Smappee heimahleðslustöð (hleðslustöð fest, tengd og stillt) og aukum með okkar uppsetningu ábyrgðina í 5 ár.

Við gefum tilboð í alla raflagnavinnu ef raflögn að hleðslustöð er ekki til staðar, í gegnum okkar netverk af löggiltum rafverktökum í kringum landið.


Hafa samband

Skildu eftir skilaboð

Ekki hika við að senda okkur skilaboð ef þú hefur spurningar eða vilt frekari upplýsingar um okkar þjónustu eða vörur.