Hafðu samband 513 1900


Alhliða hleðsluþjónusta

Við bjóðum þér að kaupa, leiga eða láta okkur sjá um hleðslustöðvarnar á þínu plani en óháð því þá bjóðum við uppá fulla aðstoð við notendur á meðan þú nýtur þess að bjóða uppá fyrsta flokks hleðsluþjónustu.Þjónustugjald

Þjónustugjald er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðar- og sjálfstýringarþjónustu á hvern hleðsluútgang á hleðslustöð.

Ekkert þjónustugjald er af heimahleðslustöðvum.

Fyrirtæki, stofnanir og fjölbýli (húsfélög) greiða þjónustugjöld.

Þjónustugjöld innifela m.a. aðgang að netskjáborði til yfirlits og greiningar, gagnasöfnun og sjálfvirkni á álagsdreifingu og greiðslumiðlun.Uppsetning

Við getum séð um allt ferlið frá hönnun á þinni hleðsluþjónustu að uppsettri hleðsluaðstöðu á þínu bílaplani.

Vönduð vinnubrögð er lykillinn að öruggri hleðslu og prýði á planinu þínu.

Afhending

Hleðslustöðin er tilbúin til notkunar strax eftir uppsetningu og þegar stillingar hafa verið skráðar.

Kennsla og aðstoð við notkun á hugbúnaði og hleðslustöð fer fram í gegnum gjaldfrjálsa þjónustuverið okkar 513 1919.

Sjálfvirk gjaldtaka

Innbyggð og gjaldfrjáls greiðslumiðlun fylgir öllum Smappee hleðslustöðvum fyrir fjölbýli.

Íbúar geta notað Smappee appið til að greiða húsfélaginu fyrir hverja hleðslu sem lágmarkar allt utanumhald á gjaldtöku fyrir húsfélagið gegn aðeins 10% af hverju hleðslugjaldi.

Það er einnig hægt að tengja greiðslumiðlunina við húsfélagaþjónustur sem annast gjaldtökuna fyrir húsfélagið.

Þjónustum allt landið

Hafðu engar áhyggjur af því hvar þú ert á landinu, við sjáum um uppsetninguna á þinni hleðsluaðstöðu frá A-Ö.

Við gefum tilboð í alla raflagnavinnu ef raflögn að hleðslustöð er ekki til staðar, í gegnum okkar netverk af löggiltum rafverktökum í kringum landið.


Hafa samband

Skildu eftir skilaboð

Ekki hika við að senda okkur skilaboð ef þú hefur spurningar eða vilt frekari upplýsingar um okkar þjónustu eða vörur.