Við bjóðum þér að kaupa, leiga eða láta okkur sjá um hleðslustöðvarnar á þínu plani en óháð því þá bjóðum við uppá fulla aðstoð við notendur á meðan þú nýtur þess að bjóða uppá fyrsta flokks hleðsluþjónustu.
Þjónustugjald er mánaðarlegt gjald fyrir hugbúnaðar- og sjálfstýringarþjónustu á hvern hleðsluútgang á hleðslustöð.
Ekkert þjónustugjald er af heimahleðslustöðvum.
Fyrirtæki, stofnanir og fjölbýli (húsfélög) greiða þjónustugjöld.
Þjónustugjöld innifela m.a. aðgang að netskjáborði til yfirlits og greiningar, gagnasöfnun og sjálfvirkni á álagsdreifingu og greiðslumiðlun.
Innbyggð og gjaldfrjáls greiðslumiðlun fylgir öllum Smappee hleðslustöðvum fyrir fjölbýli.
Íbúar geta notað Smappee appið til að greiða húsfélaginu fyrir hverja hleðslu sem lágmarkar allt utanumhald á gjaldtöku fyrir húsfélagið gegn aðeins 10% af hverju hleðslugjaldi.
Það er einnig hægt að tengja greiðslumiðlunina við húsfélagaþjónustur sem annast gjaldtökuna fyrir húsfélagið.
Ekki hika við að senda okkur skilaboð ef þú hefur spurningar eða vilt frekari upplýsingar um okkar þjónustu eða vörur.