Gleðilega hinsegin daga 2023. Við stöndum með mannréttindum, ást og kærleika.


Heildareftirlit á þínu rafmagni

Smappee hefur þá sérstöðu að vera í grunninn margverðlaunað rafmagnseftirlitskerfi og því getur þú bætt við mælingu á lýsingu, loftræstingu, hæðum, svæðum o.s.frv. til að sundurliða þinn rafmagnskostnað.

Lítil viðbót - Mikið virði

Smappee mælibúnaðurinn er grunnurinn að álagsdreifingu hleðslustöðvanna sem einfalt er að bæta frekari mælingum við.

Með fleiri rafmagnsmælingum færðu yfirlit með hleðslustöðvunum ásamt annarri rafmagnsnotkun í byggingunni.

Veldu bara þær rafmagnsgreinar sem þú vilt bæta við og við tengjum þær saman við hleðsluvaktina þína.

Hagkvæm heildarlausn

Hvort sem það er fyrirtækið eða sameignin þá er gott að geta stöðvað dýra orkusóun og sótt tekjur af rafbílahleðslu á sama stað.

Vertu með sundurliðun á þínum rafmagnskostnaði til þess að sjá hvar óþarfa rafmagnsnotkun liggur.Orkusóun fyrir hleðsluna

Rafmagnsnotkun í byggingum er afar misjöfn eftir rekstri en orkusóun er oft hátt í 20% af heildarnotkun vegna óþarfa rafmagnsnotkunar.

Almennt er reiknað með 20 kWst hleðslu á hverja 100 km ekna á rafbíl.

Ef rekstur í byggingu með 10.000 kWst rafmagnsnotkun á mánuði lækkar rafmagnsnotkun um 5% fást 500 kWst til að nota á rafmagnsbílinn = 2.500 km akstur á rafbíl.
Hafðu samband

Skildu eftir skilaboð

Sendu okkur endilega skilaboð ef þú hefur spurningar eða vilt fá frekari upplýsingar um rafmagnseftirlit á hleðslustöðvum og/eða í byggingunni.