Smappee heimahleðslustöðvarnar eru hannaðar til að prýða bílaplanið, auka öryggi heimilisins og hlaða allar tegundir rafbíla en þær fást bæði 7,4 kW og 22 kW með tengi fyrir hleðslukapla eða með áföstum hleðsluköplum.
Frítt app og netskjáborð á íslensku fylgir öllum Smappee heimahleðslustöðvum svo að þú getir haft yfirlit yfir þinn hleðslukostnað.
Smappee Lite heimahleðslustöðin er einföld í uppsetningu í gegnum símaappið. Hægt er að stilla hleðsluhraðann frá 3.7kW uppí 22kW og það er hægt að læsa stöðinni.
Smappee Lite er glæsileg og stílhrein hleðslustöð sem prýðir bæði heimilið og bílinn. Lite stöðin er úr stál- og ál húsi með Magnelis húðun sem gefur þrefalt sterkari endingu en galvanseruð húðun.
Skoða beturNjóttu þess að stinga í hleðslu þegar þér sýnist þar sem innbyggða AC álagsvörnin passar að rafmagnið fari ekki af heimilinu og álagsdreifingin skammtar hleðsluna meðan þú ert að nota mikið rafmagn í annað.
Heimilið er því í öruggum höndum allt árið í kring með Smappee hleðslustöð.
Þar sem 6mA DC og 30mA AC lekaliðavar er innbyggt í allar Smappee hleðslustöðvar þá sparast allt að 40.000 kr. í uppsetningarkostnað.
Samkæmt reglum frá Mannvirkjastofnun er skylt að hafa DC og AC lekaliðavar við hverja hleðslustöð.
Að auki er álagsdreifing staðalbúnaður í Smappee heimahleðslustöðvunum.
Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 fæst endurgreiddur virðisaukaskattur vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði.
Hleðsluvaktin veitir fullgilda reikninga til að tryggja þér endurgreiðslu af okkar hleðslustöðvum og uppsetningu á þeim hjá þér.
Þetta þýðir 24% afsláttur fyrir þig en endurgreiðslubeiðnin fer fram á skattur.is
Ekki hika við að senda okkur skilaboð ef þú hefur spurningar eða vilt fá frekari upplýsingar um okkar þjónustu og hleðslustöðvar.