Hafðu samband 513 1900

Smappee EV Base Business - Standandi 2x 22 kW Type 2 tengi

Smappee

Uppsetning

Hleðslustöð standandi Fyrirtækjastöð Fyrirtækjahleðslustöð hleðsluvaktin netgíró

Smappee EV Base Business virkar best þegar

 1. uppsetningin má ekki kosta stórbreytingu á rafmagnstöflunni
 2. hleðsluálagið má ekki auka rafmagnsáhættur
 3. fleiri en ein stöð þarf að vera uppsett
 4. hlaða þarf 2 rafbíla samtímis, óháð stærð og gerð þeirra
 5. gjaldataka þarf að vera einföld og sjálfvirk
 6. hleðslukostnaður þarf að sjást á meðan hlaðið er
 7. þörf er á yfirliti yfir hverja hleðslu á hverri stöð
 8. bílaplanið þarf meiri lýsingu til að auðvelda aðgengi
 9. taka þarf bílastæðagjald þar til rafbílinn er aftengdur 

Smappee EV Base Business hleðslustöðin er stórglæsileg standandi, viðhaldsfrí og framtíðarvæn hleðslustöð með sjálfvirkar uppfærslur og innbyggða skýjalausn fyrir álagsstýringu og greiðslumiðlun. Gjaldtaka er stillanleg og lögleg með MID rafmagnsmælum. Það er alltaf hægt að kíkja í appið og netskjáborðið til að sjá hleðslu á hverjum bíl í rauntíma og með sögulegu yfirliti.

Smappee EV Base Business er með áföstum Type 2 hleðslutengjum.

Helstu eiginleikar:

 • Góð umhverfis-/aðgengislýsing frá stóru og stillanlegu LED ljósi
 • Verðlaunuð útlitshönnun
 • Viðhaldsfrítt álhús með háþrýsti Laminate viðarklæðningu
 • Innbyggðir RCD lekaliðar 30mA (2 stk.)
 • Innbyggðir MID raforkumælar
 • Áföst Type 2 hleðslutengi (2 stk.)
 • Tengist við ótakmarkaðan fjölda hleðslustöðva í gegnum netið
 • Innbyggð greiðslumiðlun (Smappee)
 • Stillanleg gjaldtaka með QR kóða eða RFID korti
 • Stillanleg og sveigjanleg aðgangsstýring
 • Stillanleg bílastæðagjaldtaka (valkvæð)

Tæknilegar upplýsingar:

 • 3 fasa, 32A
 • Stærð: 1200x600x150
 • Þyngd: 20 kg (26 kg með hleðslutengjum)
 • Hitaþol: -25° - 60°
 • Veðurþol: IP55 / IK10
 • Vottun: IEC 61851-1 (2017)
 • CE vottun
 • Hleðslugerð: Mode 3
 • Hleðslugeta: 3.7 kW - 22 kW á kapal
 • Samskipti:
  • WiFi 2.4 GHz
  • Ethernet 100BASE-T
  • LTE CAT M1 eða NB2
  • OCPP 1.6 J

  Vöruflokkar: Fyrirtækjalínan, Hleðslustöðvar

  Gerðir: Hleðslustöð