Gleðilega hinsegin daga 2023. Við stöndum með mannréttindum, ást og kærleika.


Að vera eða að vera ekki í bústaðnum

Með Smappee hleðslustöð í bústaðnum getur þú fylgst með hverri hleðslu í íslensku appi, stillt hverjir mega hlaða, fylgst með annarri rafmagnsnotkun í bústaðnum og haft hana opna fyrir gjaldtöku meðan þú ert í burtu.

Njóta, leigja eða lána

Hvort sem þú ert að njóta tímans í bústaðnum eða leyfa öðrum þá kemur rafmagnsreikningurinn ekki aftan að þér með Smappee rafmagnseftirlitinu.

Vaktaðu rafmagnskostnað og -álag hverrar hleðslu á rafbílinn, og hafðu val um að vakta einnig rafmagnsofnana og/eða heita pottinn með Smappee hleðsluvaktinni.Sumarhúsið í símanum

Hafðu aðgang að hleðslunni heima fyrir og í sumarhúsinu með Smappee appinu til að sjá hver hleðslan er núna og hvað hver hleðsla hefur kostað aftur í tímann.

Þetta getur þú með Smappee hleðslustöðinni þinni.


Meira er minna

Það er einfalt að bæta við rafmagnsmælingu á önnur raftæki í sumarhúsinu með Smappee mælibúnaði sem krefst ekki aukapláss í rafmagnstöflunni.

Einn rafmagnsgreinamælir getur mælt eitt 3ja fasa öryggi eða fjögur einfasa öryggi til að auka rafmagnseftirlitið í bústaðnum.

Skoða rafmagnseftirlit

Fáðu VSK endurgreiddan

Á tímabilinu 1. janúar 2020 til og með 31. desember 2023 fæst endurgreiddur virðisaukaskattur vegna kaupa á hleðslustöð fyrir bifreiðar til uppsetningar í eða við íbúðarhúsnæði.

Hleðsluvaktin veitir fullgilda reikninga til að tryggja þér endurgreiðslu af okkar hleðslustöðvum og uppsetningu á þeim hjá þér.

Þetta þýðir 24% afsláttur fyrir þig en endurgreiðslubeiðnin fer fram á skattur.is


Hafðu endilega samband

Skildu eftir skilaboð til okkar

Ekki hika við að senda okkur skilaboð ef þú hefur spurningar eða vilt fá frekari upplýsingar um okkar þjónustu og hleðslustöðvar.

Við getum aðstoðað þig við val á hleðslustöð og við að velja mælingu á raftækjum í sumarhúsinu.