Hafðu samband 513 1900


Hagkvæm hleðsluþjónusta

Við gerum raflögnina einfaldari og hagkvæmari þar sem lögskyldur varbúnaður er innbyggður í okkar hleðslustöðvar og álagsdreifingin tekur lítið pláss í rafmagnstöflunni óháð fjölda rafbíla í hleðslu.

Miðlæg hleðsluvöktun

Hafðu hleðsluvöktunina á miðlægum stað gegnum app og netskjáborð þar sem hver hleðslulota er sýnileg í rauntíma og aftur í tímann.

Veldu sjálfvirka álagsdreifingu sem tekur mið af heildarálagi byggingarinnar.

Með innbyggðri greiðslumiðlun og MID vottuðum gjaldmælum er gjaldtaka bæði einföld og lögleg.


Veflægt rafmagnseftirlit

Láttu það ekki nægja að vakta aðeins rafmagnsnotkun hleðslustöðvana og hafðu heildaryfirsýn yfir þá rafmagnsnotkun sem skiptir þinn rekstur máli.

Það er einfalt að bæta mælingu á loftræstingu, kæla og frysta, lagerinn og/eða notkun milli hæða við sama Smappee kerfið þitt.

Skoða rafmagnseftirlit

Hönnunarverðlaun

Standandi Smappee EV Business hleðslustöðin vann hin virtu belgísku Henry van de Velde hönnunarverðlaun 2021 fyrir útlits- og kerfishönnun.



Auglýsingargildi

Hönnunin á Smappee hleðslustöðvunum gefur tækifæri til að nota plássið framan og/eða aftan á stöðvunum til að koma leiðbeiningum eða auglýsingum til þeirra sem fara í gegnum bílastæði þeirra.



Þjónustum allt landið

Hafðu engar áhyggjur af því hvar þú ert á landinu, við sjáum um uppsetninguna á þinni hleðsluaðstöðu frá A-Ö.

Við gefum tilboð í alla raflagnavinnu ef raflögn að hleðslustöð er ekki til staðar, í gegnum okkar netverk af löggiltum rafverktökum í kringum landið.

Hafðu samband

Sendu okkur skilaboð

Láttu okkur endilega vita ef þú vilt fá frekari upplýsingar um okkar vörur og/eða þjónustu.